Jökulsá á Fjöllum

Jökulsá á Fjöllum, eitt mesta fljót landsins og önnur lengsta áin, 206km. Stærsta vatnasvið nokkurs vatnsfalls á Íslandi, um 8.000 km2. Kem­ur undan Vatnajökli í þremur meginkvíslum, Kverká, Kreppu og Jökuls­á.

Jökulsá fell­ur í Öxarfjörð um marga fossa, mestur þeirra er Dettifoss.

Brúin við Gríms­staði var byggð 1946–47, lengd 102 m. Í hlaup­inu úr Kreppu í ágúst 1999 brast varnargarðurinn við Jökulsárbrúna og Hringvegurinn fór í sund­ur.