Jónsskarð

Dyngjufjöll, fjallaklasi nær ferningslaga, um 24 km á hlið og um 600 km2. Lykja um Öskju, rísa 600–700 m yfir hásléttuna í kring og 100–200 m yfir botn Öskju. Líkur benda til að þau séu rúst gamallar, risavaxinnar eldkeilu og hafi orðið til á jökultíma. Þau eru brött, gróður­laus að kalla og grafin af giljum og drögum. Þarna er fjöldi eldstöðva og margir hraunstraumar. Víða jarðhiti. Hæsti tindur er Þorvaldstindur, 1510 m, í sunnanverðum fjöllunum, kenndur við Þorvald Thoroddsen (1855–1921). Helstu skörð eru Suðurskarð að sunnan, Jónsskarð að vestan og Öskjuop að norðaustan.