Jörfahnúkur

Jörfi, und­ir sam­nefnd­um hnjúk 714 m. Þar voru gleði­sam­kom­ur haldn­ar, Jörfa­gleði, sem mik­ið orð fór af, en svo þótti laus­ung keyra þar úr hófi að gleð­in var af tek­in snemma á 18. öld. Á síð­ustu Jörfa­gleði sem hald­in var, var sagt að 19 óskil­get­in börn hafi komið und­ir. Var þá stjórn­völd­um nóg boð­ið. Jörfa­gleði hef­ur nú ver­ið end­ur­vak­in í Döl­um með öðru sniði þó en hin fyrri, há­tíð Dala­manna, hald­in í Búð­ar­dal á tveggja ára fresti og stend­ur í 2–3 daga. Um Jörfa­hnúk er sú sögn að eitt sinn á önd­verð­um vetri hafi mað­ur beiðst gist­ing­ar á Jörfa fyr­ir sig og hesta sína en ver­ið út­hýst. Reidd­ist þá komu­mað­ur og sagði að rýmkast myndi í hest­hús­un­um á Jörfa áður en ár væri lið­ið. Ári síðar gerðist það að hross Jörfa­bónda hlupu upp í Jörfa­hnúk en lentu þar á svell­gljá og harð­fenni og drápust öll. Jörfagleði Dalamana er nú jafnan haldin í byrjun sumars.