Kaldaklofskvísl

Kaldaklofskvísl, fellur úr Kaldaklofsfjöllum í Markarfljót. Bílvað er á ánni skammt austan við Hvanngil, viðsjárverð í vatnavöxtum. Göngubrú er rétt ofan við bílvaðið. Hana byggði Ferðafélag Íslands árið 1985.