Kaldakvísl

Vonarskarð, skarð milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls, um 15–20 km langt eftir því hvernig er talið. Breidd milli jökla er 12–13 km, en ekki nema 2–3 km í botninn. Hæð yfir sjó er 900–940 m. Mynni þess að norðan er milli Fljótsborgar og Gæsahnjúks eða Tindafells. Skarðið er gróðurlaust að mestu. Jeppafært er um skarðið að hausti, frá Skrokköldu á F910 norðan við Tungnafellsjökul. Skjálfandafljót og Kaldakvísl renna úr Vonarskarði. Nýidalur eða Jökuldalur, er sunnan í Tungnafellsjökli, dalbotninn er í 800 m h.y.s. Gróður um neðanverðar hlíðar er allfjölbreyttur og munu þar vera einhverjir hæstu samfeldir gróðurgeirar á miðhálendi Íslands. Nýjadal fundu þeir Hálfdán Jóakimsson og Erlendur Sturluson úr Bárðardal og Þorsteinn Einarsson frá Brú á Jökuldal árið 1845. Hafa Bárðdælingar leitað hann lengstum síðan. Þar rekur Ferðafélags Íslands skála með gistirými fyrir 120 manns.