Kálfatjörn, kirkjustaður. Prestssetur til 1907. Kirkjan er talin meðal stærstu sveitakirkna á landinu og er á varðveisluskrá Þjóðminjasafns. Þar er hlaða sem er elsta hús sveitarfélagsins, talið allt að 200 ára gamalt.
9 holu skemmtilegur golfvöllur er við kirkjuna.
2–3 km frá Kálfatjörn er Staðarborg, nokkur hundruð ára fjárborg úr grjóti.