Kálfshamarsvík

Kálfshamarsvík, lítil vík, norðan að henni Kálfshamarsnes. Upp úr aldamótunum 1900 reis þar upp útgerð og nokkur byggð, fólks­fjöldi þar ásamt með næstu bæjum var þar um 100 manns en á kreppu­árunum dróst byggðin saman og fór að mestu í eyði um 1940. Þar er fag­urt stuðlaberg. Fræðsluskiltum, með nöfnum bygginga og ábúenda og margs konar öðrum fróðleik, hefur verið komið fyrir í Víkinni. Skiltin hvíla á stuðla­bergs­dröngum.