Hreggsgerði, (Hestgerði), bær sunnan undir Borgarhafnarfjalli. Þar er undirlendi ekkert upp frá lónunum. Rétt þar hjá er Kambstún, var þar útræði mikið fyrrum og sóttu Norðlendingar þangað og þóttu gemsmiklir. Talið er að sjósókn þaðan hafi lagst niður eftir stórkostlegan skiptapa 1573, fórust þá 53 menn. Ýmis örnefni og tóttabrot benda á hina fornu sjósókn.