Kárastaðastígur

Almannagjá, hraun­sprunga vest­an við Þing­velli. Stend­ur vest­­ari barm­ur henn­ar óhagg­að­ur, en eystri barm­ur­inn er miklu lægri, enda öll land­spild­an milli Al­manna­gjár og Hrafna­gjár sig­dæld. Fyrr­um lá að­al­­leið­in ofan í Al­manna­gjá um Kárastaðastíg, en frá 1967 lok­uð bif­reið­­um allt árið. Á barmi Al­manna­gjár er hring­sjá.