Katla

Mýrdalsjökull, jökulhvel, hæst 1480 m, um 701km2. Út frá honum ýmsir skrið­jöklar, m.a. Kötlujökull fram á Mýrdalssand. Í Mýrdalsjökli er eld­stöð­in Katla sem gosið hefur 16 sinnum svo sögur fari af og fylgja gosum hennar ægileg jökulhlaup yfir Mýrdalssand. Þjóðsagan segir að Katla hafi heitið matselja ein á Þykkvabæjar­klaustri. Var hún forn í skapi og átti brók gædda þeirri náttúru að hver sem í henni var þreyttist aldrei á hlaupunum. Sauða­maður á staðnum, Barði, brá sér eitt sinn í brók Kötlu er hún var fjar­verandi með ábóta í veislu. Þegar hún varð þess vísari að Barði hafði gripið brók­ina, kæfði hún hann í sýrukeri í karldyrum. Áður en upp kæmist um vor­ið tók hún brók sína og hljóp norðvestur til jökulsins og hvarf í hann. Skömmu seinna kom hlaup þaðan sem nú heitir Kötlugjá.