Keflavík

Reykjanesbær, Duus­versl­un og Fischerverslun mynda gamla verslunar­kjarnann en bryggjur­nar framan við þær voru áður miðpunktur Keflavíkur.

Í Grófinni er bátafloti til sýnis, m.a. Baldur KE 97 eða Gullmolinn (1961), fyrsta íslenska skipið sem notaði skuttog.

Tröllskessan Sigga sem Herdís Egilsdóttir gerði fræga sefur í helli sínum við höfnina.

Vatnaveröld er yfirbyggður vatnsleikjagarður.

Fjöldi safna er í Reykjanesbæ svo sem Hljómahöllin, þar sem tónlistarsaga Íslands er rakin, víkingaskipið Íslendingur, Duushús, lista– og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar sem m.a. hýsir Listasafn Reykjanesbæjar, Bátasafn Gríms Karlssonar.

Lista­verk prýða bæ­inn, þ.ám. stytta af Ólafi Thors eft­ir Áka Gräns, minn­is­­merki drukkn­aðra sjó­manna eft­ir Ás­mund Sveins­son og minnis­merki um Stjána bláa sem stendur við Hafnar­göt­una, eftir Erling Jónsson.

Menn­ing­arhátíðin Ljósanótt er haldin í septem­ber­byrjun ár hvert.