Kerið

Kerið, 55 m gígur, djúpur með vatni í botni, í hólaþyrpingu er nefnist Tjarnarhólar, um 3000 ára gamalt. Friðlýst.

Talið er að Kerið hafi upphaflega verið allstór gjallgígur. Það er ljóst að allt að helmingur Tjarnarhólahrauns hefur runnið úr Kerinu. Í Kerinu er afrennslislaust stöðuvatn þar sem vatnsyfirborðið fellur saman við grunnvatnsflötinn og er það háð sömu sveiflum og hann.