Kerling

Kerlingarskarð, þar lá áður veg­ur­inn norð­ur yfir fjall­ið, hæst 311 m. Fjölfarið fyrrum en hættulegt í vetrarferðum og hafa margir orðið þar úti. Dreg­ur nafn af stein­drangi, Kerl­ingu, á vest­ur­brún Kerl­ing­ar­fjalls gegnt Hafra­felli, sem þjóð­sag­an seg­ir vera tröll­skessu er dag­að hafði uppi með silunga­kipp­una á bakinu. Margar reimleika­sögur eru sagðar af skarðinu og jafnvel frá bílaöld. Hafa bílstjórar stundum þóst sjá fleiri far­þega í för með sér en þeir vissu deili á. Af norð­ur­­brún skarðs­ins mik­il og fög­ur út­sýn. Dys.