Kerlingardalur

Kerlingardalur, upp hjá Kerl­ingardal liggur þjóðvegurinn gamli, inn yfir Höfða­brekku­heið­­ar að brúarstæðinu við Selfjall. Falleg leið, sérstæðar kletta­mynd­anir í Lamba­skörðum, mikil útsýn af Léreftshöfði við Sel­fjall. Frá gamla þjóðveginum hefur verið lagður vegur inn í Þak­gil á Höfða­brekku­afrétti þar sem komið hefur verið upp tjaldsvæði með smáhýsum. Þar eru margir hellar og er einn þeirra upplýstur með kyndlum og notaður til veisluhalda. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni Þakgils.