Kerlingarskarð, þar lá áður vegurinn norður yfir fjallið, hæst 311 m. Fjölfarið fyrrum en hættulegt í vetrarferðum og hafa margir orðið þar úti. Dregur nafn af steindrangi, Kerlingu, á vesturbrún Kerlingarfjalls gegnt Hafrafelli, sem þjóðsagan segir vera tröllskessu er dagað hafði uppi með silungakippuna á bakinu. Margar reimleikasögur eru sagðar af skarðinu og jafnvel frá bílaöld. Hafa bílstjórar stundum þóst sjá fleiri farþega í för með sér en þeir vissu deili á. Af norðurbrún skarðsins mikil og fögur útsýn. Dys.