Ketildalir

Ketildalir, sveitin á suðurströnd Arnarfjarðar. Nokkrir smádalir, grösugir í botni, silungsár og útræði. Í hverjum dal einn eða fleiri bæir. Brattir múlar milli dala. Hvestudalur, Hringsdalur, Bakkadalur, Austmannsdalur, Fífustaðadalur og Selárdalur vestast.