Ketubjörg

Ketubjörg, hrikaleg, þverhnípt sjávarbjörg, gömul eldfjallarúst, berg­standur sennivlega frá öndverðri ísöld. Mjög sérkennileg. Norðaustan við björgin drangur sem Kerling heitir. Vegurinn lá fyrrum um Bjargaskarð. Þar er garðlag sem heitir Tröllalögrétta. Hugsanlega var þarna smábýli eða þingstaður sveitarinnar.