Kiðagil

Kiðagil, þröngt klettagil við Skjálfandafljót, 5–6 km langt. Þar var fyrsti áningastaður þegar komið var sunnan Sprengisandsveg hinn forna. Í hinu þekkta kvæði Gríms Thomsen, Sprenigsandur er minnst á Kiðagil „…vænsta klárinn vildi ég gefa til að vera komin ofan í Kiðagil“. Hvorki Kiðagil né áningarstaðurinn við það sést af bílveginum. Kiðagilsdrög, grunnt daldrag sem Kiðagilsá fellur um og ofan í Kiðagil.