Kirkjan

Dimmuborgir, stórbrotið hraun­svæði með ótal kynjamyndum, stöpl­um, gatklettum, hvelfingum, hell­um og skútum. Virðist sem þarna hafi verið hrauntjörn sem bráðið hraunið hefur runnið fram úr en þökin fallið niður. Má víða sjá eins konar „flóð­mörk“ í hraun­veggjunum. Einna sér­kenni­legastur staður er Kirkjan, há hvelfing og opin í báða enda. All­mikill gróður er í Dimmuborgum, birkikjarr, sem fer vaxandi síðan þær voru friðaðar. Vandratað er um þær ef farið er út af stígum. Dimmuborgir eru í eigu Landgræðslu ríkisins, sem hefur barist við sandinn sem stöðugt leitar á ofan af hálendinu. Fræðsla á íslensku og ensku í fræðslunúmeri Landgræðslunnar 800 5566.