Kirkjuá

Klyppsstaður, kirkju­stað­ur og prests­set­ur fyrr­um. Síð­asti prest­ur þar var sr. Finn­ur Þor­steins­son (1818–88), afi sr. Jak­obs Jóns­son­ar og Ey­steins ráð­herra. Kirkj­an stend­ur enn uppi og er í sæmilegu ástandi en bæj­ar­hús eru að mestu fall­in. Hjá bæn­um fell­ur Kirkjuá í snotr­um fossi en áin hefur stund­um valdið þung­um búsifj­um. Á aðfangadag 1672 kom krapaflóð úr Kirkju­ár­gil­inu og hreif gaflinn úr baðstofunni en ung­ur sveinn sem var þar til náms bjarg­að­ist með því að skýla sér undir hnjám prests­ins. Sumarið 2009 reisti Ferðafélag Fljótsdalshéraðs 39 manna gönguskála í Stakkahlíð.