Kirkjubær

Kirkjubær, kirkju­stað­ur og til skamms tíma prests­set­ur. Þar var prest­ur Ólaf­ur Ein­ars­son (um 1573–1651), fað­ir Stef­áns skálds í Valla­nesi. Kirkj­an er bændakirkja, byggð 1851. Fyrir 150 ára afmælið var hún lag­færð verulega og er glæsilegt hús, stílherin og „merkust allra kirkju­húsa á Austurlandi“. Í kirkjunni er margt fagurra gripa, m.a. prédikunarstóll frá tíð Guðbrands Þorlákssonar á Hólum, (1541–1627).