Kirkjuhvammur

Kirkjuhvammur á Vatnsnesi, í fornum skjölum nefndur Hvammur í Mið­firði, var talin góð jörð, þó ekki væri um stórbýli að ræða.

Talinn þing­stað­ur árið 1406. Búskap var hætt í Kirkjuhvammi árið 1947 og húsin jöfn­uð við jörðu um 1960.

Kirkja er eina húsið frá fyrri tíð, sem nú er á jörð­inni.

Kirkju er fyrst getið í máldaga árið 1318 og sennilega hefur alltaf verið um torfkirkjur þar að ræða, sem staðið hafa í kirkjugarðinum á svipuðum stað og sú sem þar stendur nú.

Kirkjuhvammskirkja er úr timbri með bindings­verki og veglegum turni, smíðuð af Birni Jóhanns­syni og Stefáni Jónssyni frá Syðstahvammi sumarið 1882, en sagt er að ekkert sumar hafi komið þá á Norður­landi og snjóað í hverri sumarviku.

Var sóknarkirkja til ársins 1957, en það ár var ný kirkja vígð á Hvamms­tanga. Hrörnaði gömlu kirkj­unni fljótt og stefndi í að hún yrði rifin. Hófst umfangsmikil viðgerð á henni árið 1992. Hún var endurvígð sumarið 1997 að þeirri viðgerð lokinni.

Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1976. Tjaldsvæði.