Kjalhraun

Kjalhraun, hraunbreiða frá lágri gosdyngju sem breiðst hefur út um mikinn hluta Kjalar. Gígurinn Strýtur er þar sem hæst ber á hrauninu. Kjalhraun er helluhraun, víða allmikið gróið og greiðfært að kalla. Það er um 25–30km langt og 15 km breitt þar sem það er breiðast.