Kjós

Kjós, sveitin frá Kiðafellsá að Hval­­fjarðar­botni. Meginsveitin er all­­­­breiður dalur milli Eyrarfjalls og Reyni­­­vallaháls, sem klofinn er af Með­al­­­felli. Kjós er fríð sveit, all­þétt­býl, búsældarleg og grösug með veiðiám.