Klausturskógur

Klausturskógur (Vatns­horns­skógur), sannkölluð náttúruperla sunnan við innsta hluta Skorradalsvatns. Hér er vöxtulegastur náttúru­legur birki­­skóg­ur á Vestur­landi með gömlum og stórvöxnum trjám í þéttum skógi sem til stend­ur að friðlýsa. Botngróður er mikill og fuglalíf við ósa Fitjár er fjöl­breytt. Á svæð­inu er að finna sjaldgæfar gróðurtegundir. Skóg­urinn dregur nafn af skógar­tekju Viðeyjarklausturs. Aðkoma er sunnan Skorra­dals­vatns um Stóru–Drageyri og Haga. Séu gengnar Síldar­mannagötur úr Hval­firði er kom­ið niður í Skorradal hjá Vatnshorni rétt austan við Klaustur­skóg. Þjóð­­skógur.