Kleifarvatn, tæpir 10 km2 og allt að 97 m djúpt, þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi. Vatnsborð þess hækkar og lækkar á nokkurra ára fresti, fer það eftir úrkomu og jarðhræringum. Var áður dautt vatn en silungsseiði sem flutt voru þangað hafa dafnað vel og er þar nú nokkur veiði.
Á Innri–Stapa við vatnið er koparskjöldur til minningar um Stefán Stefánsson (guide) (1878–1944), en ösku hans á að hafa verið dreift þar í vatnið samkvæmt ósk hans.