Knörr

Knörr, þar bjó á 18.öld Bjarni Jónsson, eða Latínu–Bjarni, sem svo var nefndur sökum þess hve illa honum gekk að læra latínu. Hann var þekktur fyrir galdur og var svo afkastamikill sem draugabani að hann hlaut einnig viðurnefnið „djöflabani.“ Sagt var að hann hafi einnig verið völva góð. Hann stundaði lækningar með góðum árangri og 1763 veitti landlæknir honum takmarað lækningaleyfi, fyrstum ólærðra manna hér á landi.