Kolbeinsstaðir

Kolbeinsstaðir, kirkjustaður og félagsheimilið Lindartunga. Kolbeins­stað­ir voru höfðingjasetur til forna. Þar bjó meðal annars Þorlákur Narfa­son (–1303) lögmaður en sonur hans var Ketill (–1342) hirðstjóri. Ketill var herraður og árið 1321 var honum falið að láta landsmenn sverja konungi land og þegna. Fyrir ofan bæinn er Kolbeinsstaðafjall. Syðst á því heitir Tröllakirkja, 862 m.