Skálafell, austasti bær í Suðursveit. Þar fæddist Jón Eiríksson konferensráð (1728–87). Hann komst til mikilla metorða í Danmörku, átti náið samstarf við Skúla Magnússon landfógeta og greiddi oft götu hans. Minnismerki um Jón er við þjóðveginn. Áin Kolgríma brýst þar fram úr gljúfrum.