Kóngsgarður

Fossar, í Fossadal um 2 km suður frá Stafnsrétt, 320 m yfir sjó. Lengi bú­staður fjallkónga á Eyvindarstaðaheiði. Þaðan er greiðfær leið fyrir bíla að Aðal­manns­vatni og Ströngukvíslarskála á Eyvindarstaðaheiði. Af þess­ari leið er greiður vegur niður í Blöndudal (sjá 733 Blöndu­dals­vegur). Skammt frá Fossum er eyðibýlið Kóngsgarður. Þar fædd­ist Sigurbjörn Sveinsson (1887–1950), höfundur Bernsk­unnar og fleiri vin­sælla barnabóka.