Korpúlfsstaðir, eru austan við Gufunes og norðan Vesturlandsvegar. Getið er um Korpúlfsstaði í Kjalnesinga sögu, en í máldaga frá 1234 er jörðin komin í eigu Viðeyjarklausturs og þar með í konungseign eftir siðaskipti.
Thor Jensen útgerðarmaður keypti jörðina af Einari Benediktssyni skáldi árið 1922. Thor hófst þegar handa og gerði Korpúlfsstaði að mesta býli Íslands. Thor starfrækti mjólkurbú á Korpúlfsstöðum og seldi mjólkina til Reykjavíkur. Nam ársframleiðsla mjólkur um 800.000 lítrum er mest var.
Túnið mikla er nú orðið að 18 holu golfvelli, Korpúlsfsstaðavöllur Golfklúbbs Reykjavíkur.