Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir, eru aust­an við Gufu­nes og norð­an Vest­ur­lands­veg­ar. Get­ið er um Korp­úlfs­staði í Kjal­nes­inga sögu, en í mál­daga frá 1234 er jörð­in kom­in í eigu Við­eyj­arklaust­urs og þar með í kon­ungs­eign eft­ir siða­skipti.

Thor Jen­sen út­gerð­ar­mað­ur keypti jörð­ina af Ein­ari Bene­dikts­syni skáldi árið 1922. Thor hófst þeg­ar handa og gerði Korp­úlfs­staði að mesta býli Ís­lands. Thor starf­rækti mjólk­ur­bú á Korp­úlfs­stöð­um og seldi mjólk­ina til Reykja­vík­ur. Nam árs­fram­leiðsla mjólk­ur um 800.000 lítr­um er mest var.

Tún­ið mikla er nú orðið að 18 holu golfvelli, Korpúlsfsstaðavöllur Golfklúbbs Reykjavíkur.