Krafla

Krafla, móbergsfjall 818 m, norður frá Námafjalli. Vest­an í henni mikill jarð­hiti, gufu– og leirhverir. Norð­­vestan í Kröflu er Víti, sprengi­gígur um 300 m í þver­mál með grænu vatni í botni. Vestur af Kröflu er Leir­­hnjúk­ur/ en Hrafn­­tinnu­­­hryggur suð­aust­an við hana. Mann­virkja­­gerð vegna gufu­virkjun­ar hófst við Kröflu 1974 og var þá settur upp einn gufu­hverfill sem skil­aði 30 MW. Annar jafn stór hverfill var tek­inn í notkun 1997. Jarð­elda­hrina varð í eld­stöðvar­kerfi Kröflu 1975–84. Urðu þar 9 smá­eld­gos í 7,5 km langri sprungu. Upp­tök­in voru í Kröflu­öskju, gamalli eldstöð.