Kreppa

Kreppa, vatnsmikil jökulá sem kemur upp undan Brúarjökli vestanverðum. Í ágúst 1999 varð hlaup í Kreppu og Jökulsá á Fjöllum sem talið er það mesta sem um getur í nær hundrað ár. Það skildi eftir sig miklar gróðurskemmdir við Herðubreiðarlindir, nýja kvísl út frá Kreppu og jarðmyndanir með nýjum svip. Hlaupið rauf sundur veginn við Grímsstaði á Fjöllum og í Öxarfirði og fleytti brúnni yfir Sandá í Öxarfirði á haf út.