Krossavík

Krossavík, fornt höf­uð­ból á aust­ur­strönd Vopna­fjarð­ar. Þar bjuggu þeir feðg­ar Geit­ir og Þor­kell son­ur hans, sem seg­ir frá í Vopn­firð­inga sögu. Um 1800 bjó þar Guð­mund­ur Pét­urs­son sýslu­mað­ur (1748–1811), auð­mað­ur mik­ill og at­hafna­sam­ur.