Krosshólar, klettaborg, Krosshólaborg og önnur klettahæð sunnar. Þar segir Landnáma að Auður djúpúðga léti reisa krossa og færi þangað til bænahalds. Steinkross var reistur á borginni 1965. Niðjar Auðar höfðu helgi mikla á hólunum.
Fyrsti bær hennar, Auðartóttir, er skammt þaðan.