Kúðafljót

Kúðafljót, eitt af mestu jökulvötnum landsins, verður aðallega til af Hólms­á, Tungufljóti og Eld­vatni auk Skálmar.

Í Landnámabók segir svo frá Vibaldi, landnámsmanni í Skaftártungu: „Hann fór af Írlandi og hafði skip það, er Kúði hét; hann kom í Kúðafljótsós.“ Fljótið er talið draga nafn af skipinu, en Kúði gæti verið íslenskun írska orðsins Cúad sem þýðir bolli, þ.e. skipið hafi verið manndrápsbolli, eða Curach, sem Írar nota um skinnbáta sína.