Kverkfjöll

Kverkfjöll, mikilfenglegur fjallabálkur, 1920 m hár, í norðurjaðri Vatnajökuls, um 10 km langur frá NA til SV. Vestan undir Virkisfelli er Sigurðarskáli, sæluhús sem rúmar 85 manns. Hann er einn stærsti einstaki fjallaskálinn á landinu. Eitt mesta háhitasvæði landsins er í Hveradal í vestanverðum Kverkfjöllum. Heitur lækur kemur undan Kverkjökli og er oft farið í íshella sem þar eru, en fara þarf með gát. Jöklarannsóknafélagið á skála hátt uppi í fjöllunum. Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur, eigendur Sigurðarskála, hafa gefið út gönguleiðakort og stikað gönguleiðir í nágrenni Kverkfjalla.