Kvígindisfjörður

Kvígindisfjörður, um 15 km langur en mjór. Svína­nes­fjallið snarbratt, hömrótt og skriðurunnið, þó víða með skógi. Fagurt þykir í Kirkjubólshlíð austan í því. Sagt er að Geirmundur heljarskinn hefði svín sín á Svínanesi og af því sé nafnið. Nú óbyggt.