Kvísker

Kvísker, austasti bær í Ör­æf­um. Það­an fengu menn löng­um fylgd yfir Breiða­merk­ur­sand. Út­sýn fög­ur, sauð­land gott, en slægj­ur litl­ar. Skóg­ar­kjarr. Þar er eini fund­ar­stað­ur glitrós­ar hér á landi. Frá Kvískerj­um gekk Sveinn Páls­son fyrst­ur manna á Ör­æfa­jök­ul 1794. Kvískerja­bræð­ur, sjálf­lærð­ir nátt­úru­fræð­ing­ar eru víðkunn­ir fyr­ir rannsóknir sín­ar. Þegar gos varð í Ör­æfa­jökli 1362 lagðist byggð á þessu svæði í eyði en byggðist upp nokkrum ár­um síðar upp við fjöllin. Eftir það hefur byggð haldist. Öskulag í túni Kví­skerja er jafnvel talið frá tíð Þorgerðar landnámskonu og Þórðar Illuga. Hægt er að lesa um jörðina í Kvískerjabók.