Kyrpingsfjall, aðeins 98 m hátt, á milli Laxár og Torfdals, melhjallar sem hækka til norðurs. Syðsti og lægsti hjallinn næst Laxá heitir Gullbrekka. Þar fyrir neðan er svo Gullkelda, rótlítið foræði. Þar á bærinn Gullbrekka að hafa sokkið í jörð með fólki og fé og fögru sönghúsi við andlát Þorgerðar eða Þorbjargar kólku á Kólkunesi en bænahús verið reist í staðinn í Höfnum.