Lagarfljót

Lagarfljót, innri hluti myndar um 35 km langt hyldjúpt stöðuvatn sem snemma á 20. öldinni var nefnt Lögurinn. Mesta staðfesta dýpi er 112 m, en óstaðfestar mælingar sýna yfir 170 m djúpar gjár nærri Vallanesi. Breið­ast er það 2,5 km. og flat­ar­mál 53 km2. Gasupp­streymi er þar á nokkrum stöð­um. Lít­ils hátt­ar sil­ungs­veiði. Mikl­ar þjóð­sagn­ir eru af skrímsli er þar eigi heima, Lag­ar­fljótsorm­in­um. Skammt inn­an við brúna slepp­ir stöðu­vatn­inu en hið eig­in­lega Lag­ar­fljót tek­ur við vatns­mik­ið og víð­ast lygnt. Nokkur vöð voru á því. Lag­ar­fljót er sýslu­mörk Norð­ur– og Suð­ur–Múla­sýslna út fyr­ir Eiða.