Langavatn

Langavatn, um 5 km og allt að 36 m djúpt, er stífl­að uppi af hraun­um þar sem Langá fell­ur úr því. Í vatninu er silungsveiði. Þar er sæluhús og veiði­kofi. Um alda­mótin 1900 hafði franski bar­ón­inn C.G. Boil­leau veiðiréttinn á leigu, sá sem var með nið­ur­suðu á laxi á Hvít­ár­völl­um og fjós við Bar­ón­stíg í Reykja­vík sem kennd­ur er við bar­ón þenn­an. Um baróninn og örlög hans ritaði Þórarinn Eldjárn (f.1949) bókina Baróninn, skáldsaga, sem kom út árið 2004.