Laugafellshnjúkur

Laugafell 879 m og Laugafellshnjúkur, 997 m, einstök fell sem sjást víða að. Milli þeirra er Hnjúkskvísl, jökulskotin á undan Hofsjökli, fellur í Austari–Jökulsá, en norðan undir þeim er Laugakvísl. Norðvestan við Laugafell eru laugar, 40–50˚C heitar. Þar er sæluhús Ferðafélags Akureyrar, reist 1948, hitað með laugarvatni. Sundlaug með baðklefum. Þjóðsagnir eru um mannvistir hjá Laugafelli og nokkur verksummerki. Frá Laugafellsskálunum er ekið yfir Laugakvísl og fljótlega komið að Hnjúkskvísl. Stöku sinnum eykst rennsli það mikið í jökulánni að hún er einungis fær mikið breyttum jeppum. Strangilækur er lítil bergvatnsá og auðveld yfirferðar.