Laugarvatnsvellir

Laugarvatnsvellir, vall­lend­is­flat­ir aust­an und­ir Reyð­ar­barmi. Upp af völl­un­um að vest­an eru tveir hell­ar, var þar löng­um hýst sauð­fé og búið var þar um skeið á fyrstu tug­um 20. ald­ar.

1910–11 bjuggu þarna ung hjón, Guð­rún Kol­beins­dótt­ir og Ind­riði Guð­munds­son og höfðu auk bú­skap­ar­ins veit­inga­sölu í tjaldi á Völl­un­um. 1918 flyst þang­að Sím­on Sím­on­ar­son og býr þar eitt ár.

Sam­tím­is hon­um býr þar einnig Jón Þor­varð­ar­son ásamt Vig­dísi konu sinni. Þau bjuggu í hell­in­um til árs­ins 1922 og á því tíma­bili fædd­ist þeim dótt­ir.

Jón tók sjálf­ur á móti dótt­ur sinni, en varð svo að fara langa leið í ófærð að sækja ljós­móð­ur­ina. Heils­að­ist bæði móð­ur og barni vel.

Upplýsingaskilti er við hellinn.

Suð­ur af Laug­ar­vatns­völl­um eru Beiti­vell­ir, forn án­ing­ar­stað­ur sem oft er get­ið í sög­um.