Leiðólfsstaðir

Leiðólfsstaðir, þar bjuggu á sögu­öld Kot­kell og Gríma sem frá seg­ir í Lax­dæla sögu. Þau voru svo mögn­uð galdra­hjón að þau gátu lát­ið menn falla stein­dauða til jarð­ar og son­ur þeirra var engu síðri því að þeg­ar hann leit út um gat á poka sem hon­um hafði ver­ið stung­ið í sner­ist jarð­veg­ur við á því svæði sem hann hafði aug­um lit­ið og hefur ekki sprott­ið gras þar síð­an.