Leyningshólar

Leyningshólar, fram­hlaup og jök­ul­öld­ur. Þar eru all­mikl­ar skóg­ar­torf­ur, hin­ar einu skóg­ar­leif­ar sem kall­ast geta því nafni í Eyja­firði. Frið­að­ir 1938–39 og nokk­uð ver­ið rækt­að þar. Tjarna­gerð­is­vatn neð­an við hól­ana. Þar hafa bíl­stjór­ar á Ak­ur­eyri reist sum­ar­bú­stað og unn­ið að skóg­rækt. Völvu­leiði fornt er norð­an við vatn­ið.