Litlibær

Litlibær, reistur árið 1895 af tveimur vinafjölskyldum, sem bjuggu upphaflega sín í hvorum hluta hússins og var því þá skipt í miðju með þvervegg. Húsið er úr timbri með stein­hlöðnum veggjum upp að langhliðum og grasi á þökum. Túnið er afmarkað af steinhlöðnum garði og mælist það um 3 hekt­arar. Einstaklega vel hefur verið vandað til allra steinhleðslna. Alls munu liðlega 20 manns hafa búið þar á tímabili. Búið var í Litlabæ fram til 1969. Þar fæddist Einar Guðfinnsson, sjá Bol­ungar­vík s. 293. Tóttir eru margar á jörðinni og skammt suður af steinhlöðnum vegg, sem liggur umhverfis túnið, er hring­mynduð fjárborg og er hún talin mun eldri en aðrar hleðsl­ur við Litlabæ. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1999.