Ljárskógasel

Ljárskógar, landmesta jörð Dalasýslu. Þar fæddist Jón Jónsson (1914–45), skáld og söngmaður. Minnisvarði um Jón frá Ljárskógum hefur verið reistur þar við þjóðveginn. Við þjóðveginn í landi Ljárskóga eru svonefndir Klofasteinar sem margir telja bústað álfa. Stein­arnir hafa verið færðir tvívegis vegna vega­fram­kvæmda og í síðara skiptið, 1995, á sinn upprunalega stað. Við þær fram­kvæmdir urðu verktakar fyrir ýmsum óhöpp­um sem sumir vildu tengja óánægju álfanna. Í Ljárskógaseli, sem nú er í eyði, ólst upp Jóhannes (1899–1972) skáld úr Kötlum, Jónasson fæddur að Goddastöðum. Minnis­varði um Jóhannes var reistur í Búðardal 1999. Margir bæir í Dölum bera skógaheiti þótt nú sé þar skóglaust að mestu.