Ljósártungur

Ljósá, kemur úr Reykjafjöllum og fellur í Markarfljót. Sunnan Reykjadala eru Ljósártungur, að mestu úr líparíti. Þar er mikill jarðhiti. Austan við Ljósá er sléttur sandur, Launfitjarsandur, líklega gamall vatnsbotn.