Ljósavatn

Ljósavatn, djúpt veiðivatn, 3,28 km2. Samnefndur kirkjustaður suð­aust­an vatnsins. Bær Þorgeirs Ljósvetningagoða, lögsögumanns árið 1000.

Þorgeirskirkja, var vígð sumarið 2000 til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku Íslands árið 1000. Kirkjan er opin vegkirkja á sumrum.